Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,7% og er 4.417 stig við lok markaðar, samkvæmt upplýsingum Markaðsvaktar Mentis.

Velta á hlutabréfamarkaði nam 8,6 milljörðum sem er meira en síðustu misseri. Fjögur stór áttu sér stað með bréf Landsbankans [ LAIS ]: Fyrir 2,1 milljarð króna, 1,2 milljarða króna,. 839 milljónir króna og 702 milljónir króna.  Samtals gerir það 4,8 milljarðar króna. Landsbankinn hækkaði um 0,2% í dag.

Þá var keypt í Kaupþingi [ KAUP ] fyrir 850 milljónir króna.

Sony Ericsson gaf út afkomuviðvörun og lækkaði í kjölfarið um 5,1% í dag. Þá lækkaði Nokia 4,4%. Danska vísitalan OMXC lækkaði um 0,9%, norska vísitalan OBX lækkaði um 0,7% og sænska vísitalan OMXS lækkaði um 1,8%, samkvæmt upplýsingum Euroland.