Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,92% og er 7.739 stig við lok dags, samkvæmt upplýsingum frá M5. Veltan nam 19,7 milljörðum króna.

Mosaic Fashions hækkaði um 2,47%, Landsbankinn hækkaði um 1,82%, Kaupþing hækkaði um 1,62%, Exista hækkaði um 1,37% og Straumur-Burðarás hækkaði um 0,97%.

Marel lækkaði um 1,23%, FL Group lækkaði um 1%, Alfesca lækkaði um 1%, Össur lækkaði um 0,4% og Glitnir lækkaði um 0,37%.

Gengi krónu styrktist um 0,48% og er 119,8 stig.