Gengi hlutabréfa breska tískufyrirtækisins Mosaic Fashions, sem skráð er í Kauphöll Íslands, hækkaði um 6,6% í viðskiptum dagsins,  samkvæmt upplýsingum frá Kaupþingi. Greiningaraðilar benda á að jákvæð afkomuviðvörnum félagsins hafi stuðlað að hækkuninni.

Viðskiptabankarnir þrír hækkuðu töluvert í dag í kjölfar ákvörðunar Moodys Investors Service um að hækka lánshæfismat þeirra í Aaa, sem er hæsta einkunn fyrirtækisins.

Gengi hlutabréfa Glitnis hækkaði um 3,7%, Landsabankinn hækkaði um 3,1% og Kaupþing um 2,8%. Gengi hlutabréfa 365-miðla heldur áfram að lækka og féll gengið um 0,8% í viðskiptum dagsins.