Úrvalsvísitalan lækkaði um 1,59% og er 5.415,30 stig við lok dags, samkvæmt upplýsingum frá Kauphöllinni.

Flaga Group hækkaði um 0,76% og Össur hækkaði um 0,47% en Glitnir hækkaði verðmat sitt á félaginu í dag.

Mosaic Fashions lækkaði um 3,61%, FL Group lækkaði um 2,12%, Bakkavör Group lækkaði um 2,05%, Glitnir lækkaði um 1,78% og Avion Group lækkaði um 1,71%.

Gengi krónunnar veiktist um 0,41% og er gengisvísitalan 128,57 stig við lok dags, samkvæmt upplýsingum frá Landsbankanum.

Bandaríkjadalur hækkaði um 1,05% og er skráður 73,02 krónur og evra hækkaði um 0,23% og er skráð 93,04 krónur.