Úrvalsvísitalan lækkaði um 2,2% í dag og stóð við lok markaða í 644 stigum samkvæmt Markaðsvakt Mentis.

Úrvalsvísitalan lækkaði um 3% í gær og hefur nú lækkað um 10,5% það sem af er þessari viku.

Á markaðssíðu vb.is má sjá helstu breytingar einstakra félaga.

Þar sést hvernig Alfesca lækkaði mest allra félaga í dag eða um 11,1%. Þó fóru fram aðeins ein viðskipti með bréf í félaginu í dag fyrir 4.952 krónur. Það er því sáralítil upphæð sem breytir gengi félagsins.

Heildarvelta með hlutabréf var um 34 milljónir króna samkvæmt Markaðsvakt Mentis.

Þar af voru 16 milljónir með bréf í Össur, tæpar 9,5 milljónir með bréf í Marel, tæpar 2 milljónir með bréf í Icelandair Group og um 1,4 milljónir með bréf í Bakkavör.