Úrvalsvísitalan stóð í stað í 355 stigum við lok markaða í dag samkvæmt Markaðsvaktinni.

Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,1% í gær og hefur rokkað nokkuð við núllið í dag.

Á markaðssíðu vb.is má sjá helstu breytingar einstakra félaga en færeysku félögin Century Aluminum og Atlantic Petroleum hækkuðu um 9,6% og 9,4% undir lok dags en í hádeginu hafði ekkert félag hækkaði í Kauphöllinni.

Þá lækkaði Bakkavör um 6,2% og Alfesca um 4,8%.

Velta með hlutabréf var um 184 milljónir króna en þar af voru tæpar 89 milljónir króna með bréf í Össur.

Þá var velta fyrir tæpar 37 milljónir króna með bréf í Marel, rúmar 25,5 milljónir króna í Straum og tæpar 11 milljónir króna með Century Aluminum.