Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,38% og er 5.393,85 stig við lok markaðar, samkvæmt upplýsingum frá Kauphöllinni.

?Senn líður að lokum birtingatímabils uppgjöra annars ársfjórðungs. Uppgjör flestra fyrirtækja innan ICEX-15 hafa verið yfir væntingum en vísitalan hefur lítið hækkað og hefur verið undir árslokagildi síðasta árs í sjö vikur samfleytt. Þó virðist sem eitthvað sé að rofa til og þróun síðustu viðskiptadaga hefur verið til hækkunar. Þannig hefur ICEX 15 vísitalan hækkað um rúm 2% í ágústmánuði og einungis lækkað einu sinni á síðustu sjö viðskiptadögum," segir greiningardeild Glitnis.

Össur hækkaði um 3,64%, Marel hækkaði um 3,16%, Landsbankinn hækkaði um 2,38%, Kaupþing banki hækkaði um 0,43% og Alfesca hækkaði um 0,24%.

Atorka Group lækkaði um 1,71%, Dagsbrún lækkaði um 1,10%, Actavis Group lækkaði um 1,08%, FL Group lækkaði um 0,65% og Avion Group lækkaði um 0,63%.

Gengi krónu veiktist um 0,15% og er gengisvísitalan 124,92 stig við lok markaðar, samkvæmt upplýsingum frá Landsbankanum.