Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,56% og er 7.351 stig við lok dags, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis. Veltan nam 6.560 milljónum króna.

Össur hækkaði um 4,26%, Glitnir hækkaði um 2,65%, FL Group hækkaði um 2,19%, Marel hækkaði um 2,01% og Straumur-Burðarás hækkaði um 1,99%.

Teymi lækkaði um 1,42%, Icelandic Group lækkaði um 1,37%, 365 lækkaði um 0,77%, Alfesca lækkaði um 0,63% og Kaupþing lækkaði um 0,51%.

Gengi krónu hefur styrkst um 0,52% og er 119,3 stig.