Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,79% og er 5.503,98 stig við lok dags, samkvæmt upplýsingum frá Kauphöllinni.

Össur hækkaði mest eða um 5,14%, Actavis Group hækkaði um 2,50%, FL Group hækkaði um 1,65%, Straumur-Burðarás hækkaði um 1,20% og Atlantic Petroleum hækkaði um 0,95%.

Marel lækkaði um 1,13% en félagið birti í dag uppgjör sem var undir væntingum greiningaraðila og Dagsbrún lækkaði um 0,57%.

Gengi krónunnar veiktist um 1,23% og er gengisvísitala hennar 126,21 stig við lok dags. Bandaríkjadalur hækkaði um 0,85% og evra hækkaði um 1,26% gagnvart krónu, samkvæmt upplýsingum frá Kaupþingi banka.