Úrvalsvísitalan [ OMXI15 ] hækkaði í dag um 1,9% og var við lok markaða 4.398 stig samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis.

Á myndinni hér til hliðar má sjá helstu hækkanir einstakra félaga en aðeins eitt félag, Bakkavör lækkaði í dag.

Velta með hlutabréf var um 3,5 milljarður króna. Klukkan hálf ellefu í morgun var veltan aðeins um 320 milljónir þannig að töluverð viðskipti fóru fram seinni hluta dags miðað við það sem gerðist í morgun.

Mest er veltan með bréf í Landsbankanum [ LAIS ] eða um 840 milljónir. Þá er velta með bréf í Kaupþing [ KAUP ] rúmlega 730 milljónir, með bréf í Glitni [ GLB ] um 630 milljónir, í Exista [ EXISTA ] um 575 milljónir og í Straum [ STRB ] um 260 milljónir en nokkuð minni velta er með bréf í öðrum félögum.

Krónan stendur nú í stað frá opnun í morgun en hafði um tíma styrkst um 0,8% en gengisvísitalan er nú 157,7 stig.