[ OMXI15 ]Úrvalsvísitalan  lækkaði í dag um 0,2% og stóð við lok markaða í 4.233 stigum samkvæmt Markaðsvakt Mentis.

Á myndinni hér til hliðar má sjá helstu hækkanir og lækkanir einstakra félaga. Dagurinn var að mestu tíðindalítill en velta með hlutabréf var um 850 milljónir.

Þar af voru um 385 milljónir með bréf í Kaupþing [ KAUP ] og um 180 milljónir með bréf í Glitni[ GLB ] en talsvert minni velta var með bréf í öðrum félögum.

Allar hlutabréfavísitölur beggja megin Atlantshafsins eru grænar það sem af er degi.

Krónan hefur styrkst lítillega frá því í morgun eða um 0,2% eftir að hafa hreyfst lítið í allan dag. Gengisvísitalan er nú 158,2 stig en gjaldeyrismarkaðir eru enn opnir.