Velta í Kauphöll Íslands var tæplega 3,5 milljarðar í dag.

Mest viðskipti voru með bréf í Kaupþingi [ KAUP ] eða rétt rúmlega 1,4 milljarður. Þá var velta með bréf í Glitni [ GLB ] upp á 485 milljónir og bréf í Landsbankanum [ LAIS ] upp á um 400 milljónir.

Century Aluminum [ CENX ] hækkaði um 3,7%, Eimskipafélag Íslands [ HFEIM ] um 1,75% og Össur [ OSSR ] um 0,11%.

Spron [ SPRON ] lækkaði mest fyrirtækja eða 3,76%. Þá lækkaði FL Group [ FL ] um 3,11%, Glitnir um 2,85% og Atorka um 2,83%.

Úrvalsvísitalan [ OMXI15 ] lækkaði um 1,9% og fylgir þar með mörkuðum út um allan heim sem hafa lækkaði í dag.

Gengisvísitalan er við lokun markaða 141,4 stig en í dag fór hún um stund yfir 143 stig.