Úrvalsvísitalan [ OMXI15 ] hækkaði skyndilega um 0,14% á síðustu mínútunum í Kauphöll Íslands í dag.

Velta á hlutabréfamarkaði var tæplega 8 milljarðar og þá voru viðskipti fyrir rúmlega milljarð í fimm félögum, þau eru Kaupþing [ KAUP ], Landsbankinn [ LAIS ], Straumur [ STRB ], Exista [ EXISTA ] og Glitnir [ GLB ]. Viðskipti í þessum félögum voru um 6,4 milljarðar.

Eins og vb.is greindi frá fyrr í dag áttu sér stað nokkuð stór utanþingsviðskipti með bréf Exista og Landsbankann fyrir opnun markaða.

Utanþingsviðviðskiptin með bréf Exista námu 903 milljónum króna að markaðsverði og fóru fram á genginu 10,5. Utanþingsviðskiptin með bréf Landsbankans námu 756 milljónum króna að markaðsvirði og fóru fram á genginu 27.

Century Aluminum [ CENX ] hækkaði mest fyrirtækja eða um 4,85%. Þá hækkaði Flaga [ FLAGA ] um 3,4% og Föroya banki [ FO-BANK ] um 2,1%.

Mesta lækkun var í bréfum Atlantic Petroleum [ FO-ATLA ] eða 5,7% en fyrirtækið tilkynnti í morgun að olíluvinnslu Chestnut-svæðinu muni seinka í ár. Upphaflegar var gert ráð fyrir að olíuvinnslan myndi hefjast á fyrripart þessa árs en fyrirtækið reiknar með að hefja vinnslu í haust.

Þá lækkuðu bréf FL Group [ FL ] um 4,7% og í Eik banka [ FO-EIK ] um 3,7%.

Velta á skuldabréfamarkaði heldur áfram að slá met en í dag nam veltan 57,7 milljörðum króna.