*

laugardagur, 31. júlí 2021
Innlent 4. desember 2007 16:16

Í lok dags: Spron lækkar um 7,61%

Ritstjórn

Úrvalsvísitalan lækkaði um 3,3% og er 6.629 stig við lok markaðar í gær, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis. Veltan nam 4,7 milljörðum króna. Helstu markaðir sem íslenskir fjárfestar horfa til lækkuðu líka.

Marel hækkaði um 1,16% og Atorka Group hækkaði um 0,59%.

Spron lækkaði um 7,61%, Exista lækkaði um 5,69%, 365 lækkaði um 5,15%, Straumur lækkaði um 4,3% og Kaupþing lækkaði um 4,3%.

Gengi krónu veiktist um 1,2% og er 120,4 stig.