Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,62% og er 6.183,44 stig. Sérfræðingar segja að staðfesting matsfyrirtækisins Standard & Poor's (S&P) á lánshæfismati íslenska ríkisins hafi ýtt undir hækkunina.

Úrvalsvísitalan hækkaði þriðja daginn í röð eftir töluverðar lækkanir undanfarna daga.

Alfesca leiðir hækkunina og hækkar um 5,09%, Marel hækkar 3,63%, Flaga Group hækkar um 3,56% og Mosaic Fashions hækkar um 2,89% og Dagsbrún hækkar um 1,48%.

Tvö fyrirtæki lækka við lok markaðar. Glitnir lækkar um 0,52% og Actavis lækkar 0,17%.

Gengi krónunnar styrktist um 1,02%. Dollar lækkaði um 1,70% gagnvart krónu og evra um 0,69% gagnvart krónu.