Úrvalsvísitalan hækkaði um 1,83% í dag og er 5.648,70 stig við lok dags, samkvæmt upplýsingum frá Kauphöllinni.

Straumur-Burðarás hækkaði um 4,24%, Alfesca hækkaði um 4,21%, Dagsbrún hækkaði um 3,60%, Glitnir hækkaði um 2,37% og Landsbankinn hækkaði um 2,33%.

Atorka Group lækkaði um 1,79%, Nýherji lækkaði um 1,41%, Tryggingamiðstöðin lækkaði um 1,28%, Mosaic Fashions lækkaði um 0,59% og Avion Group lækkaði um 0,55%.

Gengi krónunnar styrktist um 0,39% og er gengisvísitala hennar 127,57 stig við lok dags, samkvæmt upplýsingum frá Landsbankanum.

Bandaríkjadalur lækkaði um 0,41% gagnvart krónu og er nú skráður 72,48 og evran lækkaði um 0,42% gagnvart krónu og er skráð 92,34.