Úrvalsvísitalan hækkaði um 2,45% og er 5.564,73 stig, samkvæmt upplýsingum frá Kauphöllinni. Ekkert félag lækkaði.

Straumur-Burðarás hækkaði um 7,30% en með gærdeginum meðtöldum hafa bréfin hækkað um 11,7%.

Fjárfestingabankanum hefur borist afrit af bréfi til stjórnar bankans frá hluthöfum sem eiga yfir 10% af nafnvirði hlutafjár í bankanum, þar sem gerðar eru þær kröfur að boðað verði til hluthafafundar í bankanum og að nýtt stjórnarkjör fari fram. Stjórn bankans mun taka afstöðu til erindisins á næstu dögum, segir í tilkynningu til Kauphallarinnar.

Landsbankinn hækkaði um 3,94%, Össur hækkaði um 2,82%, Alfesca hækkaði um 2,60% og Kaupþing banki hækkaði um 2,27%.

Gengi krónu veiktist um 0,17% og er gengisvísitalan 130,53 stig, samkvæmt upplýsingum frá Landsbankanum.