Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 1,09% og er 5.342 stig við lok dags, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis. Velta dagsins nam um milljarði króna.

Atlantic Petroleum hækkaði um 2% og Alfesca hækkaði um 0,25%

Straumur-Burðarás lækkaði um 2,35%, Mosaic Fashions lækkaði um 1,91%, Dagsbrún lækkaði um 1,76%, Glitnir lækkaði um 1,74% og Actavis lækkaði um 1,72%.

Gengi krónu veiktist um 0,18% og er gengisvísitalan 133 stig við lok dags.