Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,91% og er 5.425,12 stig við lok dags, samkvæmt upplýsingum frá Kauphöllinni.

Veltan nam 845 milljónum króna og fjöldi viðskipta var 151. Sérfræðinga mæla ekki með að rýna um of í verðbreytingar þegar viðskipti sem er jafn lítil og raunin er.

Össur hækkaði um 0,46% og Marel hækkaði um 0,28%.

Straumur-Burðarás lækkaði um 3,43%, FL Group lækkaði um 2,34%, Dagsbrún lækkaði um 1,73%, Glitnir lækkaði um 1,69% og Landsbankinn lækkaði um 1,49%.

Gengi krónu styrktist um 1,05% og er gengisvísitalan 132,33 stig við lok dags, samkvæmt upplýsingum frá Landsbankanum.