Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,83% og er 5.474,71 stig við lok dags, samkvæmt upplýsingum frá Kauphöllinni.

Alfesca hækkaði um 2,56% og sjö daga hækkun nemur 8,98%, sérfræðingar segja að ástæðan kunni að liggja í spá um að laxaverð fari lækkandi sem og að þetta sé leiðrétting á gengi, Vinnslustöðin hækkaði um 2,44%, Kaupþing banki hækkaði um 2,35%, Bakkavör Group hækkaði um 2,28% og Actavis Group hækkaði um 1,44%.

Straumur-Burðarás lækkaði um 2,78% og nemur sjö daga lækkun hans 7,41% en gengi fjárfestingarbankans hafði hækkaði um rúm 12% vegna valdabaráttu, Icelandic Group lækkaði um 1,84%, Mosaic Fashions lækkaði 1,24%, Flaga Group lækkaði um 1,08% og Avion Group lækkaði um 0,92%.

Gengi krónu styrktist um 0,32% og er gengisvísitalan er 133,51 stig við lok dags, samkvæmt upplýsingum frá Landsbankanum.