Úrvalsvísitalan (OMXI6) lækkaði um 0,7% í dag og stendur ní í 886 stigum. Gamla Úrvalsvísitalan (OMXI15) hefur lækkað um 0,6% og stendur nú í 329 stigum.

Heildarveltan í dag nam um 102 milljónum króna. Þar af voru um 52 milljónir vegna viðskipta með bréf í Marel. Bréf þess félags lækkuðu um 4,7% í dag, og bréf Össurar lækkuðu um 0,52%. Þá hækkuðu bréf Straums um 4%.

Engin breyting varð á bréfum annarra félaga sem mynda nýju Úrvalsvísitöluna, en til viðbótar þeim sem hafa verið nefnd eru það Alfesca, Icelandair og Bakkavör.