Úrvalsvísitalan (OMXI6) hækkaði um 2% í dag og stóð við lok markaða í 879 stigum samkvæmt Markaðsvaktinni.

Vísitalan lækkaði um 0,5% fyrir helgi en hækkað jafnt og þétt í dag og munar þar mestu um Straum sem hækkaði um 15,5%.

Gamla Úrvalsvísitalan (OMXI15) hækkaði um 1,2% í dag og stóð við lok markaða í 319 stigum.

Á markaðssíðu vb.is má sjá helstu breytingar einstakra félaga í Kauphöllinni en sem fyrr segir leiddi Straumur hækkanir dagsins. Þá lækkuðu aðeins tvö félög, Össur og Bakkavör.

Velta með hlutabréf var um 185 milljónir króna en þar af voru tæplega 70 milljónir króna með bréf í Straum.

Þá var velta fyrir tæpar 69 milljónir króna með bréf í Össur og rúmar 39 milljónir króna með bréf í Marel.