Úrvalsvísitalan (OMXI6) hækkaði um 1,7% í dag og stóð við lok markaða í 913 stigum samkvæmt Markaðsvaktinni.

Vísitalan hækkaði um 2% í gær en þriðja daginn í röð er það Straumur sem leiðir hækkanir. Þá er þetta í fyrsta sinn í rúmar tvær vikur sem vísitalan fer yfir 900 stig.

Gamla Úrvalsvísitalan (OMXI15) stóð í stað við lok markaða og stendur í 321 stigi.

Á markaðssíðu vb.is má sjá helstu breytingar einstakra félaga í Kauphöllinni en sem fyrr segir er það Straumur sem leiðir hækkanir en félagið hækkaði um 8,3% í dag. Önnur félög lækkuðu talsvert minna.

Century Aluminum lækkar mest félaga eða um 26,1% og hefur þannig lækkað um 39,5% frá áramótum. Þá lækkaði Eimskipafélagið um 3,1%.

Velta með hlutabréf var um 115 milljónir króna en þar af eru tæpar 72 milljónir króna með bréf í Straum.

Þá var velta fyrir rúmar 19,5 milljónir króna með bréf í Marel og tæpar 10 milljónir króna með bréf í Össur.