Úrvalsvísitalan lækkaði um 1,5% í dag og er 4.126 stig við lok markaðar. Gjaldeyrismarkaðir verða enn opnir í hálftíma þegar þetta er skrifað og hefur krónan veikst um 0,6% og er 157,4 stig, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis.

Teymi [ TEYMI ] féll um 13% í dag, líkt og má sjá í meðfylgjandi töflu, í 19 viðskiptum. Veltan nam 14 milljónum króna. Það sem af er ári nemur lækkun Teymis 71%.

Helstu vísitölur í Evrópu eru einnig rauðar.  Litið til Norðurlandanna, hefur danska vísitalan OMXC lækkað um 2,3%, norska vísitalan OBX hefur lækkað um 3,9% og sænska vísitalan hefur lækkað um 1,9%, samkvæmt upplýsingum frá Euroland.