Úrvalsvísitalan hækkaði um 1,1% í dag og er 4.159 stig við lok markaðar, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis.  Gjaldeyrismarkaður er enn opinn en krónan hefur styrkst um 0,6% það sem af er degi.

Veltan á hlutabréfamarkaði nam 1,8 milljarði króna.

Teymi [ TEYMI ] hækkaði mest eða um 6% í 17,7 milljónum króna veltu. Félagið hefur lækkað um 22% á síðustu fjórum vikum.

Litið til Norðurlandanna hækkaði danska vísitalan OMXC um 2,1% og sænska vísitalan OMXS hækkaði um 1,7%. Norska vísitalan OBX lækkaði um  0,9%, samkvæmt upplýsingum frá Euroland.