Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,13% og gengisvísitalan 5.335 stig við lok dags, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvaktinni.

Tryggingamiðstöðin hækkaði um 4,71% í átta viðskiptum og nemur veltan með bréf félagsins 118 milljónum króna, Atlantic Petroleum hækkaði um 0,71%, Dagsbrún hækkaði um 0,54%, Kaupþing banki hækkaði um 0,42% og Avion Group hækkaði um 0,31%.

Straumur-Burðarás lækkaði um 2,98%, Landsbankinn lækkaði um 1%, Össur lækkaðu 0,93%, Bakkavör Group lækkaði um 0,68% og Mosaic Fashions lækkaði um 0,65%.

Gengi krónu hefur styrkst um 0,61% og er gengisvísitalan 132,2 stig við lok dags.