Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,96% í viðskiptum upp á 11,3 milljarða.

Straumur-Burðarás fjárfestingarbanki hækkaði mest eða um 2,11%, HB Grandi hækkaði um 0,55% og Bakkavör um 0,54%.

Tryggingarmiðstöðin lækkaði mest, eða um 5,08%, Landsbankinn því næst um 2,47% og Atlantic Petroleum um 1,82%.

Gengi krónunnar veiktist um 0,21% og er 105,02 stig. Dollarinn lækkaði um 0,51% gagnvart krónunni og evran lækkaði um 0,11% gagnvart krónunni.