Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,19% og er 7.000 stig við lok markaðar, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis. Fór hún hæst í 7.040 stig og er þetta fyrsti dagurinn sem hún brýtur 7.000 stiga múrinn.

Veltan nam 13.329 milljónum króna.

Sláturfélag Suðurlands hækkaði um 5,13% í tveimur viðskiptum sem námu samtals 384.375 krónum, Atlantic Petroleum hækkaði um 1,85%, Straumur-Burðarás hækkaði um 1,09%, Atorka Group hækkaði um 0,92% og Eimskip hækkaði um 0,91%.

365 lækkaði um 2,49%, Össur lækkaði um 0,44%, Icelandair Group lækkaði um 0,35% og Landsbankinn og Teymi lækkuðu um 0,33%.

Gengi krónu styrktist um 0,66% og er 122,4 stig.