Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,35% og er 7.978 stig við lok dags en í gær fór hún yfir átta þúsund stiga múrinn í fyrsta skipti síðan 7. september síðastliðinn, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis.

Föroya banki hækkaði um 4,55%, Icelandair Group hækkaði um 2,84%, 365 hækkaði um 2,45%, Straumur hækkaði um 0,77% og Össur hækkaði um 0,5%.

Alfesca lækkaði um 1,1%, Landsbankinn lækkaði um 0,74%, Atorka Group lækkaði um 0,68%, Eimskip lækkaði um 0,63% og Kaupþing lækkaði um 0,55%.

Gengi krónu veiktist um 0,55% og er 117,6 stig.