Úrvalsvísitalan lækkaði um 1,59% og er 7.970 stig við lok markaðar, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis. Veltan nam sjö milljörðum króna. Í gær hækkaði um Úrvalsvísitalan um 1,23%.

365 hækkaði um 0,67% og Eimskip hækkaði um 0,5%.

Föroya banki lækkaði um 6% í þremur viðskiptum, Century Aluminum lækkaði um 3,6%, Exista lækkaði um 2,52%, Kaupþing lækkaði um 1,96% og Glitnir lækkaði um 1,59%.

Gengi krónu veiktist um 0,52% og er 121,4 stig.