Nokkrar hækkanir voru í Kauphöllinni í dag og hækkaði Teymi mest allra félaga, eða um 3.56% og var dagslokagengi bréfa Teymis 5.53. Bréf Nýherja hækkuðu um 3.13% og við lok markaða stóðu bréf félagins í 19.80. Exista hækkaði um 2.22%, en félagið hefur verið að styrkjast nokkuð síðustu daga og stendur nú á genginu 39.20.

Af öðrum hækkunum má nefna Föroya Bank (1.7%), Kaupþing (1.23%), Marel (0.65%), Bakkavör Group (0.57%), Alfesca (0.52%) og Icelandair Group (0.49%). Einnig hækkuðu Glitnir og Straumur Burðarás lítillega.

Athygli vekur að dagslokagengi Actavis var 86 krónur á hlut, en það er nokkuð undir yfirtökutilboði Novators. Flaga Group lækkaði um 1.06%, Össur lækkaði um 0,92% og endaði í 107.5, FL Group og Atorka lækkuðu bæði um 0.67%.

Aðrar lækkanir: Eimskipafélagið (0.38%), Century Aluminum (0.22%), Tryggingamiðstöðin hf. (0.13%).

Við lok markaða hafði krónan veikst um 1.13%.

Lokagildi úrvalsvísítölunnar var 8.721.