Úrvalsvísitalan [ OMXI15 ] hækkaði um 0,6% í dag og stendur í lok dags í 4.809 stigum.

Markaðir hækkuðu örlítið við opnum Kauphallarinnar í morgun en höfðu lækkað aftur um hádegi. Þá sveiflaðist Úrvalsvísitalan í kringum núllið í allan dag en hækkaði sem fyrr segir undir lok dags.

Á myndinni hér til hliðar má sjá mestu hækkanir og lækkanir einstakra félaga.

Velta með hlutabréf var um 1,3 milljarðar en velta með skuldabréf var um 30,5 milljarðar. Mest var verslað með bréf í Kaupþing [ KAUP ] eða fyrir um 640 milljónir. Þá var verslað með um 300 milljónir í Glitni [ GLB ], 280 milljónir í Straum [ STRB ] og 270 milljónir í Landsbankanum [ LAIS ].

Krónan hefur veikst nú seinnipart dags um 1%.