Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,65% og er 5.569 stig við lok markaðar, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis. Þetta er annar dagurinn í röð frá áramótum sem þessi vísitala hækkar.

Spron hækkaði um 3,4%, Straumur hækkaði um 1,6%, 365 hækkaði um 1,5% og Icelandair sömuleiðis, og Exista hækkaði um 1%.

Atlantic Petroleum lækkaði um 2,4%, Alfesca lækkaði um 2%, Eimskip lækkaði um 1,8%, Eik banki lækkaði um 1% og Atlantic Airways lækkaði um 0,75%.

Gengi krónu veiktist um 1,13% og er 122,7 stig.