Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,85% í dag og hækkar annan daginn í röð eftir snarpa lækkun á föstudaginn. Úrvalsvísitalan skreið aftur yfir 6000 stig og var 6001 stig við lokun.

Gengi bréfa Glitnis hækkaði um 2,8% í kjölfar A-mínus lánshæfiseinkunnar frá Standard & Poor's. Landsbankinn hækkaði um 1,2% en Kauþing banki lækkaði um 0,1%.

Gengi bréfa Atlantic Petrolium lækkaði um 3,54% og gengi bréfa Flögu um 2,21%.