Í fyrsta skipti á árinu hækkaði Úrvalsvísitalan, nam hækkunin 1,18% og er 5.333 stig. Það sem af er ári hefur Í gær lækkaði Úrvalsvísitalan um 3,3% og frá áramótum nemur lækkunin um 12,42%, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis.

Veltan nam 9 milljörðum króna á markaði í dag.

Aðrir markaðir á Norðurlöndunum lækkuðu hinsvegar: Danska vísitalan OMXC lækkaði um 1,95%, norska vísitalan OBX lækkaði um 3,6% og sænska vísitalan OMXS lækkaði um 1,4%, samkvæmt upplýsingum frá Euroland.

Spron hækkaði um 4%, Icelandair hækkaði um 2,7%, Glitnir hefur hækkað um 2% og Marel sömuleiðis, Bakkavör Group hækkaði um 1,95% og 365 um 1,53%.

Atlantic airways lækkaði um 7,6%, Atlantic Petroleum lækkaði um 5,3%, Icelandic Group lækkaði um 4,3%, Atorka Group lækkaði um 1,3% og Föroya banki lækkaði um 1,2%.

Gengi krónu styrktist um 0,9% og er 121,1 stig.