Gengi hlutabréfa í Kauphöll Íslands hækkaði í dag og stöðvaðist Úrvalsvísitalan í 5472 stigum, sem samsvarar 0,48%, samkvæmt upplýsingum frá Kauphöll Íslands.

Gengi hlutabréfa Bakkavarar hækkaði um 2,24%, Actavis um 1,1% og gengi bréfa Landsbankans hækkaði um 1%. Gengi bréfa Kaupþings banka hækkaði um 0,5% en bréf Glitnis stóðu í stað. Mest var lækkun á gengi bréfa Össurar, eða 5,4%.

Gengi krónunnar styrktist um 0,8% í dag og lækkaði gengisvísitalan í 123,5 stig úr 124,5 stigum. Sérfræðingar segja að ummæli Davíðs Oddssonar á fundi seðlabankastjóra í Basel á mánudaginn hafi staðfest væntingar um stýrivaxtahækkun og þar með ýtt undir styrkingu krónunnar.