Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,63% í viðskiptum í dag, samkvæmt upplýsingum frá Kauphöll Íslands, eftir töluverða lækkun á föstudaginn.

Lækkunina í síðust viku má rekja til lækkunar lánshæfismats Standard & Poors á íslenska ríkinu, sem einnig stuðlaði að veikingu krónunnar.

Viðsnúningur varð á gengi krónunnar og styrktist krónan um tæpt 1% frá opnun gjaldeyrismarkaðar í dag eftir að hafa fallið skyndilega um 3,6% á föstudaginn og nam lækkunin við lokun markaðar 2,72%.