Úrvalsvísitalan hækkaði í dag um 0,79% og er 5.439,52 stig við lok markaðar, samkvæmt upplýsingum frá Kauphöll Íslands.

Landsbankinn hækkaði um 2,82%, Atorka Group hækkaði um 1,80% en í dag seldi félagið hlut sinn í Low and Bonar plc. og innleysi rúmlega einn milljarð króna í gengishagnað samkvæmt tilkynningu, FL Group hækkaði um 1,60%, Glitnir hækkaði um 1,21% og Kaupþing banki hækkaði um 0,82%.

Dagsbrún lækkaði um 4,85%, Atlantic Petroleum lækkaði um 4,72%, Össur lækkaði um 0,90%, Icelandic Group lækkaði um 0,56% og Marel lækkaði um 0,28%.

Gengi krónunnar styrktist um 2,20% í dag og gengisvísitalan er 132,62 stig, samkvæmt upplýsingum frá greiningardeild Kaupþings banka. Dollar lækkaði um 1,95% gagnvart krónu og evran lækkaði um 1,94% gagnvart krónu.