Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,8% og er 4.508 stig við lok markaðar. Gjaldeyrismarkaðurinn hefur enn ekki lokað en það sem af er degi, hefur krónan veikst um 2,4% og er 162,3 stig, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis. 365 [ 365 ] hækkaði um 4,6% í kjölfar þess að tilkynnt var um væntanlega afskráningu félagsins.

Færeysku bankarnir tveir, Föroya banki [ FO-BANK ] og Eik banki [ FO-EIK ], leiddu lækkanir dagsins.

Danska vísitalan OMXC lækkaði um 1,7%, norska vísitalan OBX lækkaði um 1,3% og sænska vísitalan OMXS lækkaði um 1,6%.