Úrvalsvísitalan hefur hækkað tíu viðskiptadaga í röð og nemur hækkunin á tímabilinu um 10% en hún hækkaði um 1,73% í dag og nam veltan 6.253 milljónum króna.

Alfesca hækkaði um 5,42%, Össur hækkaði um 4,66%, Dagsbrún hækkaði um 3,98%, Landsbankinn hækkaði um 2,58% og FL Group hækkaði um 2,30%.

Icelandic Group lækkaði um 1,92% og Marel lækkaði um 0,62%.

Gengi krónu styrktist um 0,03% og er gengisvísitalan 123,88 stig við lok dags, samkvæmt upplýsingum frá Landsbankanum.