Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,09% og er 8.410 stig við lok markaðar, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis. Veltan nemur 6,8 milljörðum króna.

Teymi hækkaði um 1,6%, Landsbankinn hækkaði um 1,26%, TM hækkaði um 1,01%, Alfesca hækkaði um 0,69% og Eimskip hækkaði um 0,61%.

Century aluminum lækkaði um 5,32%, Föreya banki lækkaði um 3,86%, Eik banki lækkaði um 2,45%, Össur lækkaði um 1,38% og Icelandic Group lækkaði um 0,83%.

Gengi krónu stóð í stað við lok dags og var 118,7 stig.