Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,10% og er 6.242 stig við lok markaðar, samkvæmt upplýsingum frá Markaðvakt Mentis. Veltan nemur 5.941 milljón króna.

HB Grandi hækkaði um 1,63%, Atlantic Petroleum hækkaði um 1,38%, Straumur-Burðarás hækkaði um 1,16%, Actavis Group hækkaði um 0,9% og Össur hækkaði um 0,88%.

Teymi lækkaði um 0,69%, Bakkavör Group lækkaði um 0,67%, Exista lækkaði um 0,46%, Alfesca lækkaði um 0,39% og Kaupþing banki lækkaði um 0,37%.

Gengi krónu styrktist um 0,55% og er 125,6 stig við lok dags.