Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,12% og er 6.132 stig við lok markaðar, samkvæmt upplýsingum frá M5. Veltan nam 4.841 milljón króna.

Exista hækkaði um 1,42%, Bakkavör Group hækkaði um 1%, Glitnir hækkaði um 0,92%, Actavis Group hækkaði um 0,61% og Straumur-Burðarás hækkaði um 0,58%.

Flaga Group lækkaði um 3,1%, Atlantic Petroleum lækkaði um 3,06%, 365 lækkaði um 1,99% en félagið mun birta uppgjör sitt í dag ? 365 hefur lækkað um 29,16% á síðustu fjörum vikum, Eimskip lækkuðu um 0,96% og Alfesca lækkaði um 0,96%.

Gengi krónu styrktist um 1,11% og er 123,4 stig.