Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,13% og er 5.636,29 stig við lok dags, samkvæmt upplýsingum frá Kauphöllinni.

Actavis Group hækkaði um 1,54%, Kaupþing banki hækkaði um 0,78%, Flaga Group hækkaði um 0,50%, Atlantic Petroleum hækkaði um 0,32% og Avion Group hækkaði um 0,27%.

Bakkavör Group lækkaði um 1,41%, Landsbankinn lækkaði um 0,90%, Atorka Group lækkaði um 0,86%, Glitnir lækkaði um 0,59% og FL Group lækkaði um 0,55%.

Gengi krónunnar veiktist um 0,94% og er gengisvísitala hennar 126,62 stig, samkvæmt upplýsingum frá Landsbankanum. Bandaríkjadalur hækkaði um 1,41% á móti krónu og evra hækkaði um 0,86% á móti krónu.