Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,15% og er 7.460 stig, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis. Veltan nam 9,5 milljörðum króna.

Atlantic Petroleum hækkaði um 4,86% í 2,6 milljón króna, Straumur-Burðarás hækkaði um 1,01%, Össur hækkaði um 0,82%, Landsbankinn hækkaði um 0,64% og Glitnir hækkaði um 0,38%.

FL Group lækkaði um 1,01%, Alfesca lækkaði um 0,84%, Mosaic Fashions lækkaði um 0,63%, Bakkavör Group lækkaði um 0,46% og Atorka Group lækkaði um 0,14%.

Gengi krónu styrktist um 0,81% og er 119,3 stig.