Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,18% og er 7.044 stig við lok markaðar, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis. Veltan var 18.465 milljónir króna.

Straumur-Burðarás hækkaði um 1,06%, FL Group hækkaði um 1,04%, Landsbanki hækkaði um 0,67%, Exista hækkaði um 0,4% og Bakkavör Group hækkaði um 0,3%.

Alfesca lækkaði um 2,04%, 365 lækkaði um 1,86%, Mosaic Fashions lækkaði um 1,38%, Actavis Group lækkaði um 0,85% og Teymi lækkaði um 0,82%.

Gengi krónu veiktist um 0,24% og er 122 stig.