Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,31% og er 5.458,87 stig við lok markaðar, samkvæmt upplýsingum frá Kauphöllinni.

Veltan nam um milljarði sem ekki þykir mikið en var við að búast um há sumar, að mati sérfræðinga. Aftur á móti er það mun meiri velta en í gær þegar hún nam 376 milljónum, sem var minnsta velta sumarsins.

Glitnir hækkaði um 1,78%, Straumur-Burðarás hækkaði um 1,23%, FL Group hækkaði um 1,22%, Landsbankinn hækkaði um 0,95% og Atorka Group hækkaði um 0,49%.

Alfesca lækkaði um 1,43%, Mosaic Fashions lækkaði um 1,17%, Dagsbrún lækkaði um 0,72%, Actavis Group lækkaði um 0,47% og Össur um 0,44%.

Gengi krónu veiktist um 0,95% og er gengisvísitalan 128,68 stig, samkvæmt upplýsingum frá Landsbankanum.