Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,50% og er 6.507 stig við lok markaðar, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis. Veltan nam 8.781 milljónum króna.

Nýherji hækkaði um 6,71% í einu viðskipti sem nam 397.500 krónum, Tryggingamiðstöðin hækkaði um 5% í þremur viðskiptum sem nema um fjórum milljónum króna, Glitnir hækkaði um 3,07%, FL Group hækkaði um 2,13% og Alfesca hækkaði um 1,23%.

Flaga Group lækkaði um 1,23%, Actavis Group lækkaði um 1,03%, Icelandic Group lækkaði um 0,63%, Marel lækkaði um 0,62% og Avion Group lækkaði um 0,59%.

Gengi krónu veiktist um 0,15% og er 119,2 stig.