Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,52% og er 7.354 stig við lok markaðar, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis. Veltan nemur 7.376 milljónum króna.

Tryggingamiðstöðin hækkaði um 12,84% í veltu sem nemur 231 milljón króna, Eimskip hækkaði um 3,01%, Kaupþing hækkaði um 0,92%, Glitnir hækkaði um 0,75% og Exista hækkaði um 0,71%.

Alfesca lækkaði um 1,63%, 365 lækkaði um 0,78%, Marel lækkaði um 0,66%, Actavis og Flaga Group lækkuðu um 0,43%.

Gengi krónu styrktist um 0,42% og er 119,2 stig.