Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,52% og er 5.930 stig við lok markaðar, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis. Veltan nam 2.747 milljónum króna.

Stærstu einstöku viðskiptin eru utanþingsviðskipti með bréf FL Group fyrir 929 milljónir króna á genginu 17,9 krónur á hlut. Viðskiptin eru ekki verðmyndandi. Gengi FL Group er 18,10 við lok markaðar.

Mosaic Fashions hækkaði um 1,16%, FL Group hækkaði um 1,12%, Kaupþing banki hækkaði um 1%, Landsbankinn hækkaði um 0,82% og Atlantic Petroleum hækkaði um 0,35%.

Össur lækkaði um 1,19% og Avion Group lækkaði um 0,59%.

Gengi krónu veiktist um 0,22% og er 123,4 stig við lok markaðar.